fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Íslenskur satanisti opnar sig – „Er einhverju blóði úthellt í athöfnum ykkar?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 22:30

Myndin er samsett - Mynd af Ingólfi: Skjáskot af höfundamynd hans úr Morgunblaðinu - Mynd í bakgrunni: Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Örn Friðriksson var gestur hlaðvarpsins Draugasögur, sem er í umsjón Katrínar Bjarkadóttur og Stefáns John Stefánssonar. Ingólfur er ábyrgðarmaður Sataníska safnaðarins á Íslandi og var hann fenginn til að mæta í þáttinn til að svara ýmsum sögusögnum um satanista.

Fyrst var Ingólfur spurður hvernig hann varð satanisti en hann segir að það hafi gerst fyrir slysni. „Ég var að gramsa eitthvað í bókum og á netinu og svona hægt og rólega þokaðist ég í áttina að það sem þá var Church of Satan,“ segir hann. „Ég byrjaði að fylgjast með því en það er í rauninni ekki fyrr en The Satanic Temple kemur upp sem ég finn þennan farveg, þeir voru að hugsa nákvæmlega það sama og ég þegar kemur að satanisma.“

Ingólfur útskýrir þá hvernig satanisminn sem hann aðhyllist virkar. Hann segir til dæmis að satanistar trúi ekki að djöfullinn sé í raun og veru til, það séu djöfladýrkendur. Þrátt fyrir að Ingólfur sé ekki sjálfur djöfladýrkandi þá finnst honum ekkert að því að aðrir séu það. „Ég hef ekkert á móti því að fólk dýrki djöfulinn frekar en einhvern æðri mátt,“ segir hann.

Stefán spyr Ingólf hvers vegna satanistar notist við svo mikið af táknum í merki sínu. Í merkinu má til dæmis sjá djöflastjörnuna og merki lúsífers. „Hvers vegna öll þessi merki og vísbendingar ólíkra djöfla ef þið trúið ekki á þá?“ spyr hann.„Það skiptir engu máli hvort þú ferð í trú eða íþróttafélög, það eru alltaf ákveðin merki, ákveðin tákn og ákveðnir litir sem tala til okkar, sem veita okkur innblástur og hvetja okkur áfram,“ segir Ingólfur.

„Fyrir suma er það kross og hvítt og kristur en fyrir suma er það bara uppáhalds íþróttaliðið þeirra og svo fyrir suma eru það þessar myrku myndir. Það þýðir ekki að maður trúi ekki á einhvern djöful, það þýðir bara að það eru ákveðnir hlutir sem maður „fílar“. Alveg eins og við fílum mismunandi föt og mismunandi bíla, það eru ekki allir með sömu sýnina á þetta allt saman.“

 

Eflaust hugsa einhverjir um einhvers konar fórnir og annað óvenjulegt þegar kemur að satanisma. Ingólfur er því spurður hvort hann hafi orðið vitni að einhverjum dýra- eða blóðfórnum tengdum satanistum. „Nei, aldrei,“ segir Ingólfur við því.

Athafnir og samkomur íslenskra satanista eru yfirleitt persónulegar og framkvæmdar í einrúmi samkvæmt heimasíðunni þeirra. Ingólfur er spurður hvort þær hafi yfirnátturlegt yfirbragð og hvort þær séu af kynferðislegum toga. „Það fer bara eftir einstaklingnum sem er að fara eftir athöfnina,“ segir Ingólfur.

„Er þetta eitthvað sem tíðkast samt svona venjulega í athöfnum, sjálfsfróun til dæmis?“ spyr Stefán í kjölfarið. „Ég hef heyrt af því að það eru ákveðnir einstaklingar sem sækja þangað en það er ekki mjög algengt. Ég meina, þegar þú ert að framkvæma athöfn fyrir þig, með þér, einn og sjálfur þá er náttúrulega algjörlega undir þér komið hvernig sú athöfn fer fram, hvað þú tekur inn í hana – svo lengi sem enginn skaðast af því.“

Hefur ekki lagt bölvun á neinn

Að lokum var Ingólfur tekinn í hraðaspurningar. Þar var hann til dæmis spurður hvort hann ætti svört kerti sem væru búin til úr fitu óskírðra ungabarna.

Hér fyrir neðan má sjá hluta þeirra spurninga sem Ingólfur fékk í hraðaspurningunum:

  • Satanistar nota þvag eða blóð kvenna í athöfnum sínum.
    • Rangt
  • Hefurðu farið í andaglas?
    • Já, fyrir löngu síðan
  • Er pentagram stjarna á heimilinu þínu?
  • Hefur þú lagt bölvun á einhvern?
    • Nei
  • Átt þú svört kerti sem búin eru til úr fitu óskírðra ungabarna?
    • Nei en ég á svört kerti
  • Hvernig viltu kjötið þitt?
    • Bara medium rare
  • Er þetta árið sem Satanistar á Íslandi verður að trúfélagi?
    • Vonandi.
  • Hvernig snýr krossinn?
    • Eins og þú vilt.
  • Ertu galdrakarl?
    • Nei.
  • Ef ég myndi hella vígðu vatni í glas fyrir þig, myndyrði drekka það?
    • Já, því það er eins og allt annað vatn.
  • Áttu sverð?
    • Nei.
  • Er einhverju blóði úthellt í athöfnum ykkar?
    • Nei.
  • Hefurðu logið eitthvað að mér í þessu viðtali Ingólfur?
    • Nei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi